Indland

Fólksfjöldi: 1.380 miljarðar

Tungumál: M.a. hindæi og enska

Gjaldmiðill: Rúpía

Höfuðborg: Nýja-Delí

Country Flag

Indland er annað fjölmennasta land jarðarinnar og það sjöunda stærsta að flatarmáli. Á síðustu 20 árum hefur Indland vaxið mikið bæði hvað varðar fólksfjölda og áhrif á svæðinu. Mikið af vestrænni iðnaðarframleiðslu hefur verið að flytjast til Indlands enda launin lág og vinnutími langur. Í landinu eru töluð um 200 tungumál. Háskólanám í Indlandi nýtur mikillar virðingar alþjóðlega og má geta þess að Times Higher Education Asia University Ranking telur 10 indverska háskóla á meðan 100 bestu háskóla heims, þar af 6 tækniháskóla.

Að sækja um

Margir mismunandi skólar bjóða menntun á háskólastigi í Indlandi:

  • Um það bil 44 ríkisháskólar sem ná til allra landsmanna. Þekktastur þeirra er University of Delhi.
  • Um það bil 306 háskólar sem reknir eru af einstökum ríkjum en njóta stuðnings University Grants Commision, UGC.
  • Um það bil 154 einkaháskólar sem stofnaðir hafa verið af einstökum ríkjum en eru reknir af einkaaðilum.
  • Um það bil 130 tækniskólar, hver á sínu sviði, sem margir hverjir njóta sömu stöðu og háskólar.
  • Um það bil 67 Institutions of National Importance, mikilvægar stofnanir fyrir þjóðina sem fjármagnaðar eru af ríkinu. Meðal þeirra Indian Institutes of Technology.
  • Um það bil 33.000 Colleges. Flestir háskólar bjóða upp á grunnnám í svonefndum tengdum stofnunum sem ýmist eru fjármagnaðar af ríkinu eða einkaaðilum og tengjast háskólunum sem ákveða bæði námsframboð, meta gæði og standa fyrir prófum. Háskólarnir sjálfir einbeita sér að meistara- og doktorsnámi ásamt rannsóknum.
  • Aðrar stofnanir, m.a. rannsóknastofnanir sem stjórnað er af Indian Council of Social Science Research, ásamt rannsóknastofum. Meðal þeirra eru Indian Institutes of Management og Indian Institute of Science.

Norræna setrið á Indlandi er samstarf leiðandi háskóla í landinu og rannsóknasetra á Norðurlöndum. Meginmarkmið þess er að auðvelda rannsóknasamstarf Indlands og Norðurlandanna. Boðið er upp á sumarnámskeið og ýmis námskeið sem eru sniðin sérstaklega að þörfum Norðurlandabúa.

Skólaárið byrjar oftast í júlí en sumir skólar byrja ekki fyrr en í ágúst eða september. Stúdentspróf er nauðsynlegur undirbúningur.

Sótt er um beint til skólanna sem nemandi hefur hug á. Umsóknarferlið og hvaða enskupróf (TOEFL eða GRE) þarf að taka er mismunandi á milli skóla. Best er að hafa samband við hvern skóla fyrir sig og fá upplýsingar um hvernig umsóknarferlið gengur fyrir sig.

Námsgráður

Boðið er upp á eftirfarandi námsgráður:

  • Bachelor of Arts, Science og Commerce o.s.frv. (3 ár), sem leiðir til Honours eða Special gráðu.
  • Bachelor of Engineering (4 ár)
  • Bachelor of Medicine og Bachelor of Surgery Degree (M.B.B.S) (5½ ár)
  • Bachelor of Architecture og Bachelor of Veterinary Science and Animal Husbandry (5 ár)
  • Bachelor of Law (5 ár).

Ofan á þetta er síðan hægt að bæta eftirfarandi gráðum:

  • Bachelor of Education, Journalism or Librarianship (1-2 ár).
  • Bachelor of Law (3 ár).
  • Master of Arts, Commerce, Science or Management (2 ár).
  • Master-programs within engineering and technology (2 ár).
  • Master in Medicine and Surgery (2 ár).
  • Integrated master (5 -6 ár).
  • Post-graduate diploma PGD (1-2 ár).

Ofan á þetta er síðan hægt að bæta:

  • Master of Philosophy (MPhil) 1½-3 ár.
  • Doctor of Science (DSc) og Doctor of Literature (Dlitt) 2-3 ár.

Athugið sérstaklega að einstakir háskólar bæta stundum við ári við hvern fasa.

Skólagjöld

Skólagjöld í ríkisreknum háskólum eru afar lág en umtalsverð í einkareknum skólum. Hér er að finna vísbendingar um hvað kostar að búa í landinu.

Gata í Indlandi
Bygging í Indlandi

Leit að námi

Á vefnum Study in India má m.a. finna leitarvél að námi (undir plan your studies).

Nám á ensku

Nær allt háskólanám á Indlandi fer fram á ensku.

Menntasjóður

Menntasjóður

Að flytja til

Dvalarleyfi:

Íslenskir nemendur þurfa að sækja um vegabréfsáritun til Indlands. Það þarf fyrst að fá inngöngu í skóla áður en hægt er að sækja um vegabréfsáritun fyrir námsmenn. Hægt er að sækja um dvalarleyfi hjá Indverska sendiráðinu á Íslandi.

Húsnæði:

Flestir stóru háskólanna eru með stúdentagarða af ýmsum stærðum og gerðum.

Sendiráð:

Krækja á upplýsingar um íslenska sendiráðið á Indlandi og inverska sendiráðið á Íslandi.

Styrkir

Tenglar