Malta

Fólksfjöldi: 445 þúsund

Tungumál: Maltneska og enska

Gjaldmiðill: Evra

Höfuðborg: Valletta

Country Flag

Lýðveldið Malta er lítið og þéttbýlt landamæralaust land á samnefndri eyju og nokkrum smærri eyjum í Miðjarðarhafi. Aðeins þrjár stærstu eyjar Möltu eru byggðar, Malta, Gozo og Comino. Minni eyjarnar, eins og Filfla, Cominotto og eyja St. Paul eru óbyggðar. Eyjarnar eru á milli Ítalíu í norðri og norðurstrandar Afríku í suðri. Malta hefur verið í Evrópusambandinu síðan 2004 og er það núverandi minnsta Evrópusambandslandið bæði í fjölda og stærð.

Að sækja um

Á Möltu er einn háskóli og nokkur háskólasetur (colleges). Möltuháskóli var stofnaður af jesúítum árið 1592 sem gerir hann með eldri háskólum í Evrópu. Nemendur skólans er um 11.500 og þar af eru að jafnaði 1000 erlendir.  Malta College of Arts, Science and Technology, MCAST, er stærstur hinna skólanna. Middlesex University Malta er útibú frá samnefndum háskóla í Bretlandi og býður upp á nám í viðskiptum, tölvunarfræði  og verkfræði. GBSB Global Business School er spænskur viðskiptaháskóli með útibú á Möltu. Saint Martin’s Institute of Higher Education er útibú frá University of London og kennir viðskiptafræði og tölvunarfræði.

Íslenskt stúdentspróf nægir til að stunda háskólanám á Möltu.

Skólaárinu er skipt í tvö misseri:  Frá október til janúar og frá febrúar fram í júní.

Umsóknarfrestur er yfirleitt 15. maí og skólarnir byrja í október.  Sótt er um í gegnum vefsíður hvers háskóla.  Nánari upplýsingar um umsóknir fást hjá einstökum skólum.  Inntökuskilyrði eru stúdentspróf í grunnháskólanám og tungumálapróf (TOEFL eða IELTS) fyrir bæði grunn- og framhaldsháskólanám.

Námsgráður

Bachelor tekur um 3-4 ár
Master tekur um 1-2 ár
PhD tekur minnst 3 ár

Skólagjöld

Skólagjöld í Möltuháskóla eru engin og innritunargjöldin lág. Hinir háskólarnir taka skólagjöld.

Leit að námi

Á Study in Malta má finna hvaða nám er í boði á Möltu.

Nám á ensku

Öll kennsla fer fram á ensku. Eitt af meginskilyrðum til að fá inngöngu í háskóla á Möltu er að taka enskupróf, TOEFL eða IELTS

Menntasjóður

Menntasjóður

Styrkir

Tenglar