Suður-Afríka

Fólksfjöldi: 59 milljónir

Tungumál: Enska, afríkanska, xhosa, sótó, tsonga

Gjaldmiðill: Rand

Höfuðborg: Petoría

Country Flag

Suður-Afríka nær yfir suðurodda Afríku og á landamæri að Namibíu, Botsvana, Simbabve, Mósambík og Svasílandi. Lesótó er sjálfstætt ríki innan landamæra Suður-Afríku. Suður-Afríka er fjölþjóðlegt samfélag þar sem íbúar tilheyra mörgum ólíkum þjóðarbrotum sem tala ólík tungumál. Í stjórnarskrá Suður-Afríku eru ellefu tungumál skilgreind sem opinber tungumál landsins. Tvö þessara tungumála eru af evrópskum uppruna: enska og afrikaans sem þróaðist út frá hollensku. Enska er almennt notuð á opinberum vettvangi en hún er þó aðeins fjórða algengasta móðurmálið. Um 80% íbúa Suður-Afríku teljast til afrískra þjóðarbrota sem tala nokkur ólík bantúmál. Um 20% íbúa eiga evrópskan, asískan eða blandaðan uppruna. Öllum þjóðarbrotum og málahópum er tryggt sæti á suðurafríska þinginu.

Að sækja um

Í Suður-Afríku eru 23 opinberir háskólar og eru sex þeirra tækniháskólar og aðrir sex eru háskólasetur sem leggja áherslu á bein tengsl við atvinnulífið. Auk þess eru tæplega 90 háskólar í eigu einkaaðila. Nauðsynlegt er að skoða vefi hvers þeirra um sig til að komast að námsframboði, umsóknarfresti og hvaða gögn er nauðsynlegt að senda inn með umsókn. Skólaárið hefst í febrúar og því lýkur í nóvember. Miðannarfrí er í kring um mánaðamótin júní/júlí.

Sótt er um beint til hvers skóla fyrir sig.

Námsgráður

Skólakerfið í Suður-Afríku er byggt upp líkt og hið evrópska, með bachelors-, meistara- og doktorsnámi.

Skólagjöld

Skólagjöld eru frá um hálfri upp í um það bil eina milljón á ári

Leit að námi

Listi yfir háskóla í Suður Afríku.

Nám á ensku

Nær allt háskólanám í Suður-Afríku fer fram á ensku og yfirleitt er krafist TOEFL eða IELTS prófs til sönnunar um enskukunnáttu.

Menntasjóður

Nauðsynlegt er að skoða vel hvort  Menntasjóður lánar til náms í Suður-Afríku. Ef skólinn er ekki á lista sjóðsins yfir viðurkennda háskóla, er gott að hafa samband beint við starfsfólk hans.

Að flytja til

Dvalarleyfi:

Námsmenn verða að sækja um svonefnt „study visa“ þegar þeir hafa fengið jákvætt svar um skólavist. Umsóknin er rafræn og með henni þarf að senda sakavottorð (á ensku) og vottorð um sjúkratryggingu (hana er kaupa hjá tryggingarfélögum).

Húsnæði:

Margir háskólar reka eigin stúdentagarða eða aðstoða nemendur sína við að finna húsnæði í nágrenninu. Hér eru svo tvær leigumiðlanir:

Sendiráð:

Utanríkisráðuneytið annast sendiráðsstörf fyrir Ísland gagnvart Suður-Afríku og Sendiráð Suður-Afríku í Osló sendiráðstörf gagnvart Íslandi. 

Styrkir

Tenglar