Kynningarfundur um styrki til Bandaríkjanna
Fundurinn verður kl 12:00 föstudaginn 19. September 2025 á Zoom.
Skráning á fundinn má finna hér: https://us02web.zoom.us/meeting/register/p6GJKNxaT02lQ06wJO-Mpw
Stofnunin hvetur öll áhugasöm um framhaldsnám í Bandaríkjunum að nýta sér fundinn og afla sér upplýsinga um styrki í boði.
Auk þess er fundurinn vettvangur til þess að fá svar við spurningum um framhaldsnám í Bandaríkjunum.
Þau vilja einnig nýta tækifærið og minna á að nú er einungis mánuður þangað til að umsóknarfrestur um Fulbright styrki rennur út (14. október 2025). Allt fólk sem hefur áhuga á framhaldsnámi eða rannsóknum í Bandaríkjunum skólaárið 2026-2027 er hvatt til að kynna sér styrkina og skila inn umsókn. Nánari upplýsingar um Fulbright styrki og upplýsingar um umsóknir, má finna á heimasíðunni: fulbright.is
Ef að spurningar vakna varðandi háskólanám í Bandaríkjunum, umsóknarferlið eða Fulbright styrki má koma þeim áleiðis til á Adviser@fulbright.is